01.04.1964
Sameinað þing: 57. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 931 í D-deild Alþingistíðinda. (3404)

192. mál, Ljósmæðraskóli Íslands

Halldór E. Sigurðason:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að færa hæstv, ráðh. þakkir fyrir hans svör. Þau voru greinagóð og fullkomin, og ég treysti því, að þannig verði á þessu máli haldið af hálfu stjórnarvalda landsins, að til frekari vandræða en nú er orðið þurfi ekki að koma, bæði viðvíkjandi launakjörum og eins hinu, að lögin í heild verði endurskoðuð.