01.04.1964
Sameinað þing: 57. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 932 í D-deild Alþingistíðinda. (3407)

808. mál, lán til fiskvinnslustöðva

Fyrirspyrjandi (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Fyrr í vetur bárum við hv. 6. þm. Sunnl., Helgi Bergs og ég, fram fsp. til hæstv. fjmrh. í sambandi við skiptingu á enska láninu. Þegar hæstv. ráðh. svaraði þeirri fsp., kom það fram í svari hans, að nokkur hluti af láninu hefði verið lánaður fiskvinnslustöðvum ásamt öðrum fjármunum og ekki væri hægt að sundurgreina það. Í tilefni af því höfum við leyft okkur að flytja á ný fsp. á þskj. 387, þar sem við spyrjum hæstv. fjmrh. um það, hver hafi fengið þessi lán og með hvaða kjörum, og væntum svars við því.