18.04.1964
Sameinað þing: 68. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 949 í D-deild Alþingistíðinda. (3443)

214. mál, síldarleit

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. Ég vil bara í tilefni af því, sem hæstv. ráðh. sagði, benda á, að ég held, að það séu allir sammála um það, sem þekkja vel til þessara mála, að veikur punktur sé í þessu kerfi, og sérstaklega þá, að ekki sé enn nægilega athugað eða fylgt eftir, hvað verður af síldinni og hvar hún heldur sig að haustinu, upp úr því, að síldveiðar fjara út. Það er áreiðanlega veikur punktur þarna. Ég skal ekkert um segja, hvernig á því stendur, og engum kenna um neitt í því sambandi, ekkert gera annað en fara fram á það við hæstv. ráðh., að hann kynni sér þetta mál með sínum mönnum og eigi hlut að því, að þarna verði meiri áherzla á lögð, að fylgjast með þetta tímabil.