19.11.1963
Neðri deild: 18. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 27 í B-deild Alþingistíðinda. (36)

21. mál, bráðabirgðabreyting og framlenging nokkurra laga

Frsm. (Sigurður Ingimundarson):

Herra forseti. Um frv. það til 1. um bráðabirgðabreyting og framlenging nokkurra laga, sem hér er til umr., á þskj. 21, þarf ekki að fara mörgum orðum. Hér er um að ræða framlengingu á heimild til að innheimta nokkur tiltekin gjöld með viðaukum, eins og gert hefur verið undanfarin ár. Viðaukarnir eru óbreyttir að hundraðstölu frá því, sem ákveðið var í l. frá 1962. Eina breytingin er, að felldar eru niður 4. og 5. gr. l. frá því í fyrra, en þær voru um aðflutningsgjöld og því að sjálfsögðu tekin upp í hina nýju tollskrá á sinum tíma.

Fjhn. hv. d. hefur athugað frv. og hefur orðið sammála um að mæla með, að það verði samþykkt óbreytt. Frv. er komið frá Ed. og var afgreitt þar, að ég ætla samhljóða. Fjhn. þessarar hv. d. leggur því til, að frv. verði samþ. og vísað til 3. umr.