21.01.1964
Neðri deild: 42. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 732 í B-deild Alþingistíðinda. (364)

13. mál, lækningaleyfi

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Ég kannast nú eiginlega ekki við þetta mál, en það stafar af því, að það hafði verið lagt fyrir Ed. af fyrrv. hæstv. heilbrmrh. Málið er, eins og sést, mjög lítið í sniðum, en það er lagt til að breyta sektarákvæðum, sem gilt hafa, og gert að till. landlæknis, sem telur þetta óhjákvæmilegt vegna breyttra viðhorfa, og í staðinn fyrir eldri ákvarðanir um vissar sektarupphæðir sé sett inn, að það megi í reglugerð ákveða dagsektir og tiltaka sektarfjárhæð fyrir hvern dag, sem vanrækt er að senda fyrirskipaðar skýrslur, enda fylgi sektunum lögtaksréttur. Ég tel, að ekki verði um þetta neinn ágreiningur í þessari d. fremur en í Ed., og leyfi mér að leggja til, að því verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og til heilbr.- og félmn.