25.02.1964
Neðri deild: 61. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 762 í B-deild Alþingistíðinda. (456)

108. mál, afnám laga um verðlagsskrár

Sigurvin Einarsson:

Herra forseti. Út af þessu máli vil ég leyfa mér að beina fsp. til hv. frsm. fjhn., vegna þess að það hringdi til mín bóndi af Vestfjörðum. Hann býr á leigujörð og greiðir leigugjaldið samkv. verðlagsskrá. Nú vil ég spyrja: Eftir hvaða reglu á þessi bóndi að greiða leigugjald eftir jörðina, þegar búið er að afnema verðlagsskrár?