19.03.1964
Efri deild: 62. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 763 í B-deild Alþingistíðinda. (464)

108. mál, afnám laga um verðlagsskrár

Frsm. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Á þessu frv. hefur verið gerð sú breyting í hv. Nd., að við það hefur verið bætt ákvæði til brb., sem hljóðar þannig, með leyfi hæstv. forseta:

„Nú er í gildi samningur um, að greiðsla skuli miðuð við verðlagsskrá, og skal hagstofustjóri þá meta greiðsluna til peningaverðs, nema aðilar komi sér saman um annað.“

Venja er, eins og hv. þdm. mun kunnugt, sé frv. vísað aftur til d. vegna breytingar í annarri d., að sú nefnd, sem hefur haft frv. til meðferðar, tekur það þá til athugunar að nýju. Nú hefur að vísu ekki verið þess kostur að taka málið til meðferðar á formlegum fundi í fjhn., en hins vegar hef ég síðustu daga haft samband við alla hv. nm. í fjhn., að undanteknum einum, sem haft hefur fjarvistarleyfi að undanförnu, hv. 6. þm. Sunnl. Aðrir nm, hafa allir tjáð mér, að þeir hafi ekkert við það að athuga, þó að þessu brbákv. sé bætt inn í, og telji það eðlilega ráðstöfun. Telji hv. þd., að sú meðferð á málinu sé nægileg, sem ég nú hef lýst, ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu, að hv. d. afgreiði þetta mál endanlega.