28.11.1963
Neðri deild: 21. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 58 í B-deild Alþingistíðinda. (54)

80. mál, hækkun á bótum almannatrygginga

Eysteinn Jónsson:

Eins og ég sagði áðan, ætla ég ekki að taka mikinn þátt í þessum umr. Mig langaði aðeins að segja út af því, sem hv. þm. sagði síðast, sessunautur minn, sem var að setjast: Röksemdafærsla hans er á þessa lund: Vegna þess að ríkið borgar að fullu fyrir suma, má hinum standa á sama, hvort það er meira eða minna, sem þeir fá nú samanborið við það, sem var 1958. — Þetta er málflutningur hv. þm. (Gripið fram í.) Efnislega sagði þm. þetta, eins og allir þeir, sem hér eru inni, mega skilja.