11.02.1964
Efri deild: 46. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 951 í B-deild Alþingistíðinda. (669)

14. mál, meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Þetta mál hefur átt nokkurn aðdraganda, eins og þm. er kunnugt um, og því miður hef ég lítið eða ekki undirbúið meðferð málsins. En fyrrv. heilbrmrh. hefur kvatt sér til ráðuneytis sérfræðinga á þessu sviði, og um það hef ég í raun og veru lítið annað að segja en það, að ég mundi að sjálfsögðu verða mjög fús til að vinna með þeirri nefnd, sem fær málið til meðferðar, ef það er eitthvað, sem henni sýndist að mætti betur fara en nú er í þessu frv. Það hefur verið samkomulag um málið í Nd., en hins vegar getur vel verið, að hv. n., sem fær málið til meðferðar hér, geri einhverjar breytingar á því, og ég vil ekki segja annað en það, að ég mundi starfa að því með henni, ef hún vildi koma að breytingum.