04.05.1964
Neðri deild: 89. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1068 í B-deild Alþingistíðinda. (735)

210. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Ég skal verða við ósk hv. 3. þm. Vestf. að svara þessari fsp. Hann spyr, hverju það megi sæta, að í Hagtíðindum sé skýrt frá því, að liðurinn beinir skattar í vísitölunni sé miklu hærri nú en þeir voru í marz 1959. Þessi liður, sem stundum er nefndur beinir skattar o.fl. eða opinber gjöld o.fl., samanstendur af 7 liðum. Það er tekjuskattur, útsvar, kirkjugarðsgjald, almannatryggingagjald, sjúkrasamlagsiðgjald, námsbókagjald, sóknargjald. Í heild sinni hafa allir þessir 7 liðir samanlagt hækkað í krónutölu síðan, en hins vegar tekjuskatturinn tekinn út af fyrir sig stórlækkað.