08.05.1964
Neðri deild: 94. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1068 í B-deild Alþingistíðinda. (737)

210. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. meiri hl. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Eins og fram kemur á þskj: 599, hefur fjhn. þessarar deildar haft þetta frv. til athugunar, en það er komið frá Ed., sem gerði á frv. aðeins eina breytingu, felldi niður síðasta lið seinustu mgr. 1. gr. frv.

Efni frv. hefur verið rakið, svo að ég sé ekki ástæðu til þess að fara um það nema örfáum orðum. Það eru í fyrsta lagi gerðar breyt. á persónufrádrætti við skattálagningu, þannig að fyrir einstaklinga hækkar hann um 15 þús., fyrir hjón um 21 þús. og fyrir hvert barn um 3 þús. kr. Þá eru ýmsar aðrar samræmingar gerðar með tilliti til breytts tíma, svo og er í frv. ákvæði um betra eftirlit með framtölum manna og ýmsar greinar, sem fjalla um það.

Nefndin hefur ekki orðið sammála um afgreiðslu málsins. Að vísu mælir öll n. með samþykkt frv., en minni hl., hv. 11. þm. Reykv. og hv. 1. þm. Norðurl. v., skilar séráliti. Meiri hl. n, mælír með því, að frv. verði samþ. óbreytt.