08.05.1964
Neðri deild: 94. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1078 í B-deild Alþingistíðinda. (743)

210. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. minni hl. (Einar Ágústsson):

Herra forseti. Ég hélt nú, eð þeir útreikningar, sem ég lagði hér fram fyrir því, að skattþunginn ykist frá því, sem hann var 1960, hefðu verið það glöggir, að ekki þyrfti að efast um það, og það hefur raunar hv. síðasti ræðumaður ekki gert. Það er auðvitað meginatriði þess máls, að með því að samþykkja þetta frv., sem hér er til umr., er ekki tekið nægilega í strenginn til þess að færa skattabyrðina til þess ástands, sem hún var í 1960.

Hv. síðastí ræðumaður vill reikna skattinn samkv. því, sem hann hefði verið 1958, skilst mér, eftir lögunum 1954. Þá fær hann út hærri tölu. Það er sjálfsagt alveg réttur útreikningur, ég hef ekki farið yfir það, ég rengi það ekki. En ég vil bara minna hv. þm. á þá breytingu, sem orðið hefur í grundvallarskattamálum landsins síðan þá. Hæstv. núv. ríkisstj. lækkaði beinu skattana til þess að geta tekið upp óbeina skatta, eða kannske sagt með öðrum orðum, hún fór yfir í það að innheimta tekjur ríkissjóðs fyrst og fremst með óbeinum sköttum, sem í reyndinni þýðir það, að allir verða að borga jafnt af þeim nauðsynjum, sem þeir þurfa til lífsviðurværis. Þetta er stefna hæstv. núv. ríkisstj., að innheimta sem allra mest af ríkissjóðstekjunum með óbeinum sköttum, sem leggjast jafnt á alla. Það þarf því engan að furða á því, að dæmið líti þannig út, að áður en nýr söluskattur upp á hundruð millj, var upp tekinn, áður en aðflutningsgjöld voru í reynd stórhækkuð, áður en allir óbeinir skattar til ríkissjóðs voru margfaldaðir, hafi ríkissjóður aflað sér tekna með beinum sköttum, sem voru nokkru hærri en þeir tíðkast nú. Þetta mál er svo einfalt, að ég tel, að ekki þurfi að eyða frekari orðum að því, og þessi athugasemd, sem siðast var hér fram borin, er gersamlega út ! hött og kemur málinu ekkert við, vegna þess að hér er verið að meta það, hvort þetta frv. gangi nógu langt eða ekki til þess að fá sama ástand og var 1960.

Hæstv. fjmrh. og hv. 3. þm. Reykn. telja sig sjálfsagt standa með pálmann í höndunum, vegna þess að þeir vilji gefa kost á því, að ef einhver vilji reikna framtöl sín eftir löguaum 1954, þá skuli það e.t.v. verða heimilt eða tekið upp í lögin. Þetta er mjög vel boðið. Sérstaklega ef hv. þm. og hæstv. ráðh. vilja þá um leið fella niður viðbótarsöluskattinn, sem lagður hefur verið á síðan, og færa aðra tollheimtu ríkissjóðs til þess horfs, sem hún var, þá tel ég víst, að margir mundu þiggja þetta boð.