06.05.1964
Efri deild: 83. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1122 í B-deild Alþingistíðinda. (792)

110. mál, sjúkrahúsalög

Karl Kristjánsson:

Herra forseti. Eins og hv. frsm. heilbr.- og félmn. gerði hér grein fyrir áðan, mælir heilbr: og félmn. óklofin með frv. þessu. Og frv. þetta tel ég fyrir mitt leyti til mikilla hagsbóta fyrir sjúkrahúsin í ýmsum efnum. En það að n. skilaði sameiginlegu áliti, áskildum við tveir nm. okkur rétt til þess að flytja brtt. eða fylgja brtt. við frv., ef fram kæmu.

Þd að frv. sé í flestum atriðum til mikilla bóta, hefur það einn galla, sem ég hef komið auga á. Sá galli er það, að þátttaka ríkisins í byggingum sjúkrahúsa hjá fámennari sveitarfélögum verður minni, ef frv. verður að 1., en hún er samkv. gildandi l. Hv. frsm. heilbr: og félmn. gat þess réttilega, að þátttaka ríkísins í byggingarkostnaði sjúkrahúsa er að óbreyttum 1., eins og þau eru nú, á þá leið, að ríkið greiðir 2/5 byggingarkostnaðar stærri sjúkrahúsa og 2/3 af byggingarkostnaði sjúkrahúsa í bæjum og öðrum sveitarfélögum, sem hafa færri en 3000 íbúa. Með frv. er gert ráð fyrir því, að ríkið greiði 3/5 byggingarkostnaðar sjúkrahúsa hjá öllum sveitarfélögum. Þá er það svo, að bættur er hagur allra hinna stærri aðila, en lakast aftur hagur smælingjanna. Ég tel, að þetta sé að stíga aftur á bak og yfirleitt ekki í samræmi við þá tíma, sem við lifum á. Við höfum þess vegna komið okkur saman um það, þrír framsóknarmenn, að flytja brtt., sem miðar að því, að réttur þeirra smærri sveitarfélaga, sem ráðizt hafa nú þegar í það að reisa sjúkrahús, hafa byrjað framkvæmdir, skuli haldast sá, að ríkið greiði til þeirra 2/3 byggingarkostnaðarins, eins og gildandi lög gera ráð fyrir. Við teljum, að með því að breyta nú l. til lækkunar sé í raun og veru brugðizt réttmætum vonum þessara aðila, sem þegar hafa farið af stað og í þeirri trú, að þeir mættu gera ráð fyrir því, að ríkið borgaði þessa hlutdeild, sem l. nú ákveða, í byggingarkostnaði beirra. Segjum, að byggingarkostnaður sjúkrahúss sé 20 millj., ég nefni nú bara töluna þá t.d. Munurinn frá áætlun, sem þeir, sem hafa nú ráðizt í byggingar, höfðu ástæðu til að gera um framlag ríkisins, getur orðið 1.4 millj. á þessari upphæð eða sem því svarar. Þetta eru nokkurs konar samningsrof við þá aðila, sem þarna eiga hlut að máll. Ég sé ekki fyrir mitt leyti betur en ríkið standi mjög vel við þetta, það sé eðlilegt og sanngjarnt, að þessir menn haldi sínum rétti og ákvæðin um þátttöku ríkisins að 2/3 í byggingarkostnaði sjúkrahúsa hjá smærri sveitarfélögum haldist hjá þessum aðilum, en vitanlega rennur svo það ákvæði út, sem hlyti að verða til bráðabirgða, þegar þeir hafa lokið sínum byggingum, því að aðrir, sem fara af stað eftir gildistöku 1., verða að lúta þessum 1., eins og eðlilegt er. Mér hefði þótt það myndarlegra, að hvergi væri gengið til baka. Ég býst ekki við, að meiri hl. Alþingis sé fáanlegur til að ganga inn á það að breyta þessu frv. á þá leið. En hitt finnst mér undarlegt og töluverð ósanngirni, ef hann gengur ekki inn á það að greiða þeim, sem hafa farið af stað með byggingar sínar eftir núgildandi lögum, það, sem þau lög hafa þeim ákveðið.

Till. er skrifleg, af því að málið kemur fyrir án verulegrar boðunar hér í d. okkar, og er ekki við það að athuga, þegar á að fara að ljúka þingi, en það leiðir af sér, að eðlilegt er, að skrifl. till. geti komið fram. Till. er frá Karli Kristjánssyni, Ásgeiri Bjarnasyni og Ólafi Jóhannessyni og er — með leyfi hæstv. forseta — ákvæði til bráðabirgða, sem hljóða á þessa leið:

„Gagnvart bæjarfélögunum og öðrum sveitarfélögum, sem eru með sjúkrahús í smíðum við gildistöku laga þessara og hafa færri íbúa en 3000, gilda áfram ákvæði 10. gr. sjúkrahúsalaganna — lögtekin 1957 — um, að ríkissjóður greiði 2/3 hluta kostnaðar við þær byggingar.“

Ég vil leyfa mér að afhenda hæstv. forseta till.