13.04.1964
Neðri deild: 77. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1173 í B-deild Alþingistíðinda. (831)

20. mál, loftferðir

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Það eru aðeins örfáar aths. vegna þeirra ummæla, sem komu fram í umr. um mál þetta hér í dag í þinginu.

Það eru í fyrsta lagi þau ummæli hv. frsm. samgmn., sem hann hafði og að ég tel þóttist þá vitna í orð mín um viðskipti Félags ísl. atvinnuflugmanna við samgmn. Ég tel, að hann hafi misskilið orð mín allhrapallega, því að það, sem ég var þarna að ræða um, var í fyrsta lagi, að félagið hafi að beiðni hv. samgmn. þessarar d. sent henni aths. félagsins vegna þess frv., sem hér er til umr. um loftferðir. En í sambandi við viðskipti þeirra við þá aðila, sem sinntu ekki óskum þeirra, var það ekki samgmn. þessarar d., heldur voru það þeir aðilar, sem var falið að semja þetta frv. En þeim aðilum skrifaði Félag ísl. atvinnuflugmanna bréf á sínum tíma og óskaói eftir að fá tækifæri til að kynna sjónarmíð flumannastéttarinnar varðandi nýja fluglöggjöf, sem þessi stétt einmitt öðrum fremur telur brýna þörf á að verði sett, eins og ég orðaði það, en þessari ósk var ekki sinnt; þannig að ég tel, að hv. 2. þm. Vestf. hafi alveg miskilið orð mín. Hins vegar er því ekki að leyna, að ég hef þá skoðun á afstöðu samgmn. til þessa félags þar fyrir utan, að ég tel, að samgmn. hv. hefði getað átt betra og nánara samstarf við stjórn þess en raun ber vitni um.

Hv. 2. þm. Vestf. lagði fram brtt. frá samgmn., sem vissulega er til bóta, svo langt sem hún nær. Þessi brtt. fjallar aðeins um síðasta málsl. 52. gr. frv., eins og það hljóðar eftir 2. umr., en í þessari síðustu mgr. er aðeins rætt um lágmarkshvíldartíma flugmanna. En hins vegar erum við með þrjú hugtök í sambandi við okkar brtt. í sambandi við vinnutíma flugmanna, um lágmarkshvíldartíma, um hámarkstíma í starfi í flugfari og um vakttíma. Ég segi fyrir mig, að ég mundi telja það til stórra bóta, ef till. okkar um þetta efni yrðu felldar, en þessi brtt. samgmn. yrði samþ., þó með þeirri breytingu, að inn í síðasta málsl. væru einnig tekin skýr ákvæði um það, að ráðh. væri skylt að setja í reglugerð ákvæði ekki aðeins um lágmarkshvíldartíma, heldur einnig um hámarkstíma í starfi og vakttíma flugverja.

Þetta voru helztu atriðin, sem ég vildi láta koma fram í sambandi við ummæli þessa hv. þm. Ég vil einnig láta það koma fram, að það er hinn mesti misskilningur hjá honum, ef hann álítur, að orð mín í ræðu minni hér í dag hafi mátt skilja á þann veg, að um væri að ræða einhverja sérstaka gagnrýni á þá einstaklinga, sem unnu að samningu eða kannske öllu frekar þýðingu þessa frv. Það er hinn mesti misskilningur, og það er ekki hægt að finna það út úr orðum mínum. Ég þekki a.m.k. einn þeirra, sem ég met mikils sem einstakling, og það er langt frá því, að það hafi verið gagnrýni á þá sem einstaklinga á einn eða annan hátt. Og svo var auðvitað þetta atriði, sem hv. 11. þm. Reykv. (EA) reyndar svaraði, að ef brtt. okkar um loftferðadómstól yrðu samþykktar, þyrfti skilyrðislaust að sækja til nágrannaþjóðanna eftir sérfræðingum til þess að framkvæma þær rannsóknir, sem nauðsynlegar eru í sambandi víð flugslys. Þetta er auðvitað mesti misskilningur. Ef það er talið; að leita þurfi til nágrannaþjóðanna eftir þessum sérfræðingum í sambandi við flugslys, ef brtt. okkar verði samþ., þarf það ekki síður eftir orðanna hljóðan í frv., eins og það er nú og eins og það kemur frá hv. samgmn.

Og að síðustu vil ég draga stórlega í efa; að hv. þm. fari með rétt mál í því, er hann telur, að við getum sótt eitthvað svo stórkostlega mikið til Dana á sviði laga um loftferðir, að ég tali nú ekki um flugið sjálft. Ég vil minna hv. þm. á það, að íslenzkir flugmenn voru farnir að fljúga fjórhreyfla flugvélum, áður en Danir gerðu annað en sjá þær í lofti, og enn í dag eru íslenzkir flugmenn að kenna dönskum að fljúga, sbr. Grænlandsflugið.