09.05.1964
Neðri deild: 96. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1191 í B-deild Alþingistíðinda. (853)

20. mál, loftferðir

Landbrh.. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Eins og hv. þm. hafa e.t.v. veitt athygli, eru þær breytingar, sem gerðar hafa verið á frv. í Ed., mjög smávægilegar. Breytingarnar eru á þskj. 590, og er hér aðeins um orðalagsbreytingar að ræða, að því er sumir hv. alþm. segja, fært til betra máls. En annars eru menn ekki alveg sammála um, hvort það er betra mál, sem þetta hefur verið fært í með breytingunum, en það má hins vegar kannske segja, að það sé nær því að vera nútímamál heldur en þau orð, sem voru í frv. áður. Hv. þm. hafa þskj. fyrir sér og geta gert sér grein fyrir því, og ég hygg, að allir geti verið sammála um það, að hér er ekki um neina efnisbreytingu að ræða, heldur aðeins orðabreytingar.