09.05.1964
Efri deild: 86. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1222 í B-deild Alþingistíðinda. (906)

209. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Þetta frv. var samþ. í þessari hv. d. og hefur nú gengið í gegnum Nd. einnig. Í þeirri d, var gerð ein breyt. á frv. Það var bætt inn 8. gr., eins og það liggur fyrir. Það er varðandi breyt. á 45. gr. l. um tekjustofna sveitarfélaga, en þar segir, að í hreppur með færri en 500 íbúa er sveitarstjórn heimilt að leggja á útsvör án milligöngu skattstjóra, en í öðrum sveitarfélögum skal skattstjórinn leggja á útsvör. Komið hafa fram óskir um það frá sveitarstjórnarmönnum og samtökum þeirra að rýmka þessa heimild, og er gengið til móts við þær óskir með þeirri breyt., sem hér liggur fyrir, þannig að þessi heimild nái hér eftir til allra sveitarstjórna. Það er lagt til í 8. gr., að hin umrædda gr. l. orðist þannig:

„Sveitarstjórnum (framtalsnefndum) er þó heimilt að leggja á útsvör án milligöngu skattstjóra, sem lætur þeim þá í té framtöl skattgreiðenda“ o.s.frv.

Um þessa breyt. varð algert samkomulag í hv. Nd., og legg ég til, að frv. verði samþ. svo breytt í þessari hv. deild.