19.03.1964
Neðri deild: 71. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1224 í B-deild Alþingistíðinda. (910)

195. mál, húsnæðismálastofnun o.fl.

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. Framsfl, átti á sínum tíma þátt í því, að innleiddur var skyldusparnaður. Við teljum reynsluna sýna, að þar var farið inn á rétta braut. Við teljum, að verðtryggður skyldusparnaður sé heppilegt úrræði til þess að létta ungu fólki stofnun heimilis. Mætti færa fyrir því margvísleg rök, sem ég læt ógert, vegna þess að ég veit, að þetta mun mörgum vera ljóst. Aðalfundur miðstjórnar Framsfl., sem nýlega var haldinn, samþykkti, að flokkurinn beitti sér fyrir auknum skyldusparnaði. Ég mæli þess vegna með þessu frv., sem hæstv. ráðh. hefur lagt hér fyrir. Á hinn bóginn má vera, að einstök atriði þess þurfi nánari athugunar við, og verður það að sjálfsögðu gert í nefnd.