09.05.1964
Efri deild: 86. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1245 í B-deild Alþingistíðinda. (937)

195. mál, húsnæðismálastofnun o.fl.

Helgi Bergs:

Herra forseti. Ég skal ekki lengja mikið umr. um þetta mál. Ég get minnt á það, að undanfarin ár hefur flokksþing Framsfl, og miðstjórn hans ályktað, að bæri að auka skyldusparnaðinn og verðtryggingu, og í samræmi við það geri ég ráð fyrir, að það muni ekki skorta stuðning framsóknarmanna í þessari d. við þetta frv. efnislega. Ég geri hins vegar ráð fyrir því, að framsóknarmenn í d. muni eins og ég styðja brtt. hv. 1. þm. Norðurl. e.

Ég hygg, að það sé rétt, sem hv. 6. þm. Norðurl. e. sagði hér áðan, að sú till. sé að nokkru leyti byggð á misskilningi. Ég hygg nefnilega, að það hafi vakað fyrir flm. þeirrar brtt., sem samþ. var í Nd., hæstv. landbrh., að endurbæta frv. með þeirri breyt., sem hann fékk þar samþ. En honum tókst bara að gera orðalag hennar svo óskýrt og óskiljanlegt, að jafnvel eins greindir og málsnjallir menn og hv. 1. þm. Norðurl. e. gátu ekki skilið það, sem sennilega var átt við, og þess vegna hefur hv. 1. þm. Norðurl, e. borið fram brtt., sem gerir þetta, sem þarna er um að ræða, fyllilega skiljanlegt, og ég vil mæla með því, að hún veiði samþ.

Ég kvaddi mér hljóðs vegna þess, að ég gat ekki á mér setið, þegar hv. frsm. heilbr.- og félmn. stóð hér í stólnum áðan og mælti fyrir þessu frv. Það rifjaðist upp fyrir mér, að í ræðustóli sameinaðs Alþingis stóð þessi sami hv. þm. í fyrra og þurfti þá að skamma stjórn Hermanns Jónassonar fyrir aðgerðir hennar í húsnæðismálum, og þ. á m. sagði þessi hv. þm., að fjáraflanir þeirrar stjórnar hefðu aðallega byggzt á skyldusparnaði, sem hann taldi vera einskis virði sem tekjustofn fyrir húsnæðismálin, vegna þess að á stuttu árabili yrðu útborganir af þessu fé svo miklar, að það kæmi ekki að neinu gagni.

Ég hef nú ekki hirt um að láta sækja þessar umr, til þess að lesa þetta yfir hv. 4, þm. Vestf., en mér þótti hins vegar fróðlegt að rifja þetta upp og minna á þetta, þegar hv. þm. stóð hér og mælti fyrir þessu frv. núna. Það hefði kannske verið eitthvað minni belgingurinn í honum um þetta mál í fyrra, ef hann hefði vitað, að það átti fyrir honum að liggja að halda þessa ræðu, sem hann flutti hér í dag.

Að svo mæltu vil ég mæla með samþykkt brtt. hv. 1. þm. Norðurl. e. og síðan frv. svo breytts.