29.04.1964
Efri deild: 76. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1329 í B-deild Alþingistíðinda. (989)

148. mál, tollskrá o.fl.

Frsm. manni hl. (Helgi Bergs):

Herra forseti. Þær brtt., sem við í minni hl. fjhn. höfum staðið að því að flytja við þetta frv., eru tvenns konar. Annars vegar eru það brtt., sem við í minni hl. flytjum einir og miða að því að lækka verulega tolla á nokkrum tilteknum vöruflokkum. Þessar till. voru felldar við 2. umr., og við teljum, að með því sé það fullreynt, að hv. stjórnarflokkar munu ekki vera fáanlegir að víkja í neinum grundvallaratriðum frá þeirri tollastefnu, sem mörkuð er. Hins vegar höfum við ásamt meiri hl. nefndarinnar staðið að flutningi tillagna af öðru tagi, nefnilega um ýmiss konar leiðréttingar og samningar. Flestar þessar till. eru til komnar á þann veg, að tilmæli hafa borizt frá ýmsum aðilum, eins og hv, frsm. nefndarinnar hefur gert grein fyrir. Þessum till. hefur síðan fjhn. vísað til tollskrárnefndar fjmrn. til umsagnar. Eftir að þær umsagnir hafa verið fengnar, hefur nefndin í heild flutt brtt. í samræmi við það á 2 þskj., annað lagt fram við 2. umr. málsins, og þær till. voru allar samþykktar, og á öðru þskj. við 3. umr. málsins, sem hv. frsm, hefur gert grein fyrir. En ég vil geta þess, sem ekki kom að mínum dómi nægilega skýrt fram hjá hv. frsm., að til nokkurra af þeim atriðum, sem til umr. voru í n. og n. bað tollskrárnefndina um umsögn um, hefur hún mér vitanlega ekki tekið afstöðu enn þá. Ég átti í dag tal við einn úr tollskrárnefndinni, og hann hefur tjáð mér, að nokkur slík atriði væru enn til meðferðar í n. og hann gerði sér vonir um, að n. gæti látið fjhn. hv. Nd. í té umsögn um þau atriði, þegar frv. kæmi þangað. Ég vil aðeins geta þessa, vegna þess að ég hefði kosið að fá tækifæri til þess að taka afstöðu til þessara atriða einnig hér í þessari hv. d. En á hinn bóginn sé ég, eins og nú er komið málum, ekki ástæðu til þess að tefja meðferð málsins, og í trausti þess, að hv. Nd. fái tækifæri til þess að fjalla um þessi atriði, sem ég hér hef í huga, þá mun ég ekki leggja stein í götu þess, að þetta frv. verði afgreitt nú til Nd.