03.11.1964
Neðri deild: 10. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 119 í B-deild Alþingistíðinda. (108)

10. mál, almenn hegningarlög

Frsm. (Einar Ingimundarson):

Herra forseti. Allshn. hefur athugað frv. til 1. um breyt. á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febr. 1940, sem prentað er á þskj. 10, og eru nm. sammála um að leggja til, að það verði samþykkt óbreytt. Einn nm. var þó fjarstaddur, þegar frv. var afgreitt úr n.

Frá 1950 hefur það ákvæði verið í gildi í 256. gr. almennra hegningarlaga, að ef tjón af broti nemi ekki yfir 1000 kr. og engin sérstök atvik auka saknæmi þess og sökunautur hefur ekki áður reynzt sekur um auðgunarbrot, skuli því aðeins höfðað opinbert mál gegn honum, að sá krefjist þess, sem misgert er við. Með frv. þessu er lagt til, að þetta tjónshámark verði hækkað úr 1000 kr. í 3000 kr., og verður að telja eðlilegt og skynsamlegt að breyta þessu ákvæði, miðað við breyttar aðstæður og sérstaklega miðað við breytt verðmæti peninga.

Allshn. mælir sem sagt með því, að frv. verði samþ. óbreytt.