05.05.1965
Efri deild: 80. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1395 í B-deild Alþingistíðinda. (1161)

105. mál, hjúkrunarlög

Frsm. (Jón Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. þetta er komið úr Ed. og var samþ. þar shlj. Þar var að vísu gerð á því ein minni háttar breyting, sem menn þar voru sammála um að gera eftir ósk hjúkrunarkvenna.

Í þessu frv. felast í meginatriðum tvær breytingar frá gildandi hjúkrunarkvennalögum frá árinu 1933, þ.e. að það er gert ráð fyrir, að fleiri hjúkrunarskólar kunni að verða reknir hér, en Hjúkrunarskóli Íslands og enn fremur er heimild sett í þetta lagafrv. í 8. gr. til að þjálfa konur og karla til aðstoðar við hjúkrun og skal námstilhögun þeirra, starfsréttindi og skyldur ákveðið í reglugerð. Þá má enn fremur geta þess nýmælis, sem er í 7. gr., að ákvæði laganna taki einnig til karla, sem ljúka hjúkrunarnámi og hafa þá rétt til þess að kalla sig hjúkrunarmenn.

Frv. þessu var vísað til heilbr.- og félmn. d., og eins og nál. á þskj. 598 ber með sér, mælti nefndin með því, að frv. yrði samþykkt eins og það liggur fyrir.