30.04.1965
Neðri deild: 77. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1567 í B-deild Alþingistíðinda. (1303)

191. mál, lausaskuldir iðnaðarins

Frsm. (Sigurður Ingimundasson):

Herra forseti. Iðnn. hv. d. hefur haft þetta frv. til athugunar og leggur samhljóða til, að það verði samþykkt. Í fyrravetur var samþ. á Alþ. frv. um breytingu á lausaskuldum iðnaðarins í föst lán, en heimildin var bundin við skuldir, sem stofnað var til á árunum 1957–1962. Framkvæmd þessa máls er nú í undirbúningi og hefur komið í ljós í ýmsum tilvikum, að það er óeðlilegt og getur verið óréttlátt að binda við þetta tímabil eingöngu og frv. þetta felur í sér þá rýmkun, að bætt er við árinu 1963 og engin takmörk aftur í tímann.

Nefndin leggur sem sagt shlj. til, að frv. verði samþ. og því vísað til 3. umr.