29.04.1965
Efri deild: 75. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1575 í B-deild Alþingistíðinda. (1336)

179. mál, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn

Frsm. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Frv. þetta fjallar um heimild ríkisstj. til handa til þess að auka kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Slík aukning kvótans mundi ekki hafa kostnað í för með sér nema að formi til, en skapa hins vegar aukin réttindi til lántöku í sjóðnum, ef slíkrar lántöku kynni af öðrum ástæðum að vera þörf.

Fjhn. hefur haft málið til athugunar og eins og nál. á þskj. 508 ber með sér, leggur hún einróma til, að það verði samþ.