06.05.1965
Neðri deild: 83. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1593 í B-deild Alþingistíðinda. (1379)

8. mál, náttúrurannsóknir

Forsrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Fljótt á litið verður ekki séð, að þetta hafi mikla efnisþýðingu. En þó eru hér augljós ágreiningsatriði á bak við. Úr því að forstöðumenn safnsins eru mjög á móti breytingunni, er þá ekki eðlilegast, að menntmn. d. athugi málið til morguns. Þetta getur ekki tekið mikinn tíma hvort eð er í umr. hér, en mér finnst eðlilegt, að þetta sé borið saman og liggi ljóst fyrir, í hverju ágreiningurinn liggur, sem við áttum okkur ekki á í fljótu bragði.