08.05.1965
Neðri deild: 85. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1593 í B-deild Alþingistíðinda. (1381)

8. mál, náttúrurannsóknir

Frsm. (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Menntmn. hefur skv. óskum, sem fram komu hér í d., komið saman til þess að fjalla um þá breytingu, sem hv. Ed. gerði á þessu frv. Breytingin var við 4. gr. frv., sem fjallar um hlutverk Náttúrufræðistofnunar Íslands. Skv. breytingunni mundi Náttúrufræðistofnunin fyrst og fremst verða safnstofnun, en skv. upprunalegum texta frv., sem samþykktur var í þessari hv.d., er stofnunin fyrst og fremst náttúrufræðistofnun, sem einnig gegnir því hlutverki að koma upp sýningarsafni. Á þessum fundi varð menntmn. einróma sammála um að halda sér við fyrri texta, þann sem hér var áður samþykktur og mæla með þeirri brtt., sem hæstv. menntmrh. hefur flutt og er á þskj. 669. Till. er um að færa 4. gr. aftur í sitt upprunalega horf.