04.05.1965
Efri deild: 79. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1646 í B-deild Alþingistíðinda. (1477)

193. mál, ljósmæðralög

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Því miður hefur orðið dráttur á að leggja þetta frv. fyrir þingið, en það var í undirbúningi um leið og frv. um hreppstjóral., sem á öndverðu þingi var lagt fram. Ég vona, að það komi samt sem áður ekki að sök og enginn ágreiningur sé um málið. Efni þess er að breyta ljósmæðralaununum þannig, að það verði launahækkanir til samræmis við það, sem ákveðið var í frv. um hreppstjórana. Það hefur að vísu komið til álíta að gera meiri breytingar á löggjöfinni um skipun þessara mála, en þótti ekki tímabært að svo stöddu og látið sitja við að færa laun ljósmæðranna til samræmis við aðrar launabreytingar, eins og gerð er nánari grein fyrir í grg. — Ég vildi mega mælast til þess, að frv. yrði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. heilbr.– og félmn.