30.04.1965
Efri deild: 77. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1657 í B-deild Alþingistíðinda. (1521)

199. mál, lántaka til vegaframkvæmda

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Ég held, að við verðum nú að líta svo á, að þegar ríkisstj. ber fram frv. um lántökuheimild til þess að ljúka Reykjanesbrautinni eins og öðru, þá felist í því ákvörðun um að framkvæma verkið með þeim hætti, ef lánsheimildin verður veitt, þannig að ég held, að hv. 6. þm. Sunnl. fallist nú á það að athuguðu máli, að ríkisstj, væri ekki að fara fram á þessa lántökuheimild, þessa hærri lántökuheimild, nema því aðeins að í því felist ákvörðun um framkvæmd á þennan hátt. Það liggur alveg í augum uppi. (HB: Á þessu ári?) Vitanlega á þessu ári. Það er ekki farið fram á lántökuheimild til annarra framkvæmda með þessu frv, heldur en sem eiga að vinnast á þessu ári.

Og svo verð ég að segja það, að mér þykir mjög leitt, að hv. 6. þm. Sunnl. skyldi ekki hafa fengið upplýsingar um það a.m.k. frá sínum flokksmönnum í fjvn., að talað var um niðurskurð á 47 millj., áður en vegáætlunin var samþykkt. Ég get tekið undir það, að mér þykir það slæmt, að hann skyldi ekki hafa fengið að vita það.