11.05.1965
Neðri deild: 88. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1781 í B-deild Alþingistíðinda. (1596)

201. mál, Landsvirkjun

Frsm. meiri hl. (Matthías Á Mathiesen):

Herra forseti. Fjhn. þessarar hv. d. hefur haft frv. þetta til athugunar, en hefur ekki orðið sammála um afgreiðslu þess. N. hefur athugað frv. m.a. á tveim fundum sameiginlegum með fjhn. hv. Ed., en þangað komu raforkumálastjóri og rafmagnsveitustjóri ríkisins og gáfu n. þær upplýsingar, sem nm. óskuðu eftir. N. hefur klofnað um afgreiðslu málsins. Meiri hl. n. leggur til, eins og fram kemur á þskj. 745, að málið verði afgreitt óbreytt eins og það kom frá Ed., sem gerði á því örlitlar breytingar. Ég tel ekki ástæðu til þess hér að fjölyrða um málið. Hæstv. raforkumálaráðh. hefur við 1. umr. þess bæði hér í þessari hv. d. svo og í hv. Ed. gert málinu þau skil, sem ástæða er til og legg ég því til fyrir hönd meiri hl. fjhn., að frv. verði samþ. óbreytt.