15.12.1964
Efri deild: 30. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 150 í B-deild Alþingistíðinda. (165)

6. mál, þingsköp Alþingis

Frsm, meiri hl. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Ég vildi aðeins að gefnu tilefni vegna ræðu hv. 3. þm. Norðurl. v., þar sem hann vitnar í framsöguræðu mína fyrir þessu frv., taka það fram, að það er að vísu rétt með farið hjá hv. 3. þm. Norðurl. v., að ég ræddi um skoðun meiri hluta n. á þfkn. og gerði grein fyrir því, að við værum sammála um, að um þfkn. ætti að gilda það sama og aðrar þingnefndir, en hins vegar værum við þeirrar skoðunar, að undanteknum einum hv. þm., sem að nál. stóð, að þá breytingu bæri ekki að gera í sambandi við þetta frv. Hitt er hins vegar á algerum misskilningi byggt, að ég hafi haft nokkuð annað í huga, þegar ég flutti framsöguræðu mína., heldur en að lýsa þeim skoðunum, sem fram komu í n. í þessu efni, enda hafði ég þar ekki umboð frá öðrum en nefndarmönnum. Og ég skal taka það fram, að mér hefur alltaf verið algerlega ókunnugt um það, að nokkurt samkomulag hafi verið gert utan þings í þessu efni, enda hefur hæstv. forsrh. nú borið það algerlega til baka, að um nokkurt slíkt hafi verið að ræða, og ég hef aldrei orðið var við neitt, sem tilefni gefi til þess að vefengja það.