11.05.1965
Neðri deild: 89. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1871 í B-deild Alþingistíðinda. (1678)

185. mál, verðjöfnun á olíu og bensíni

Frsm. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Fjhn. þessarar hv. d. hefur haft frv. þetta til athugunar. N. kvaddi á fund sinn Yngva Ólafsson deildarstjóra, sem er formaður í stjórn verðjöfnunarsjóðs fyrir olíu og benzíni, til þess að fá hjá honum skýringar. Eins og fram kemur í aths. við þetta frv., felst í því, að ráðh. geti ákveðið, að úr verðjöfnunarsjóði megi greiða fé til rekstrar slíkra geyma um takmarkaðan tíma, sem þar er átt við. Slíkar greiðslur ásamt flutningskostnaði til annarra útflutningsstaða mega þó aldrei vera hærri en það, sem greitt yrði fyrir flutning olíunnar á viðkomandi svæði frá útflutningshöfn við Faxaflóa samkv. gildandi reglum. Má gera ráð fyrir því, að með þessu yrði flutningurinn ódýrari og aukið öryggi er samfara því að hafa birgðastöðvar á stærstu notkunarsvæðunum. N. mælir með því, að frv. verði samþ. óbreytt, þó með þeirri undantekningu, að 2 nm., hv. 11. þm. Reykv. og 1. þm. Norðurl. v., voru ekki reiðubúnir til þess að taka afstöðu til málsins.