18.03.1965
Efri deild: 56. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1963 í B-deild Alþingistíðinda. (1766)

28. mál, landamerki

Frsm. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Allshn. hefur athugað frv. það, sem hér liggur fyrir og mælir með því, að það verði samþykkt. Ég vil geta þess, að hún hafði sent það til umsagnar bæði dómarafélagsins og lagadeildarinnar og hafa báðir þessir aðilar mælt einróma með samþykkt þess.

Efni þessa frv. er, eins og menn vita, fyrst og fremst það að breyta þeirri skipan, sem á er um greiðslu meðdómaralauna og ferðakostnaðar dómara í landamerkjamálum. Eftir frv. eiga launin að greiðast úr ríkissjóði eins og í dómsmálum endranær, sem samkv. gildandi lagaákvæðum eiga aðilar að greiða hann. Allshn. mælir sem sagt einróma með samþykkt frv.