29.03.1965
Efri deild: 59. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1972 í B-deild Alþingistíðinda. (1809)

158. mál, þingfararkaup alþingismanna

Frsm. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Fljótlega eftir að Alþ. kom saman í haust var samþ. sú lagabreyting hér, að fjölga skyldi í þingnefndum úr 5 mönnum í , og tók það til allra 5 manna nefnda, sem áður höfðu verið starfandi hér á þinginu, utan einnar nefndar, þ.e.a.s. þfkn. Um hana er ákvæði í sérstökum lögum, lögunum um þingfararkaup alþingismanna. Kom það þá þegar fram í þeim umr., sem urðu um hinar fyrrnefndu nefndir, að eðlilegt þætti, að sama ákvæði væri látið gilda um allar 5 manna nefndir þingsins. Þetta frv., sem hér er flutt af hv. allshn. þessarar deildar, fjallar um það, að svo skuli gert og þarfnast ekki frekari skýringa. Málið er flutt af nefnd og er því ekki nein till um, að því sé á ný vísað til nefndar. Nefndin mælir með samþykkt frv., og er það, eins og áður er sagt, til samræmis við það, sem þegar hefur verið gert um fjölgun manna í nefndum.