13.04.1965
Neðri deild: 68. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1973 í B-deild Alþingistíðinda. (1818)

158. mál, þingfararkaup alþingismanna

Frsm. (Einar Ingimundarson):

Herra forseti. Allshn. hefur haft til athugunar frv. til l. um breyt. á l. nr. 4 1964, um þingfararkaup alþm., og eru nm. sammála um að mæla með, að frv. verði samþ. óbreytt. Frv. þetta felur aðeins í sér þá breytingu á gildandi lögum um þingfararkaup alþm., að nm. í þingfararkaupsnefnd verði 7 í stað 5.

Á fyrra hluta þessa þings var samþ. sú breyting á lögum um þingsköp Alþ., að tala þm. í þeim nefndum þingsins, sem áður var bundin við 5 þm., skyldi verða 7 þm. Til samræmis við þessa breytingu er nú talið rétt að fjölga einnig þm. í þfkn. úr 5 í 7, en tala þm. í þessari n. er ekki ákveðin í þingsköpum, heldur í lögum um þingfararkaup alþm. — Eins og ég áður sagði, leggur allshn. til, að frv. þetta verði samþ. óbreytt.