09.04.1965
Efri deild: 65. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1974 í B-deild Alþingistíðinda. (1825)

152. mál, brunatryggingar í Reykjavík

Frsm. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér um ræðir, er ákaflega stutt, efnislega tvær gr. Fyrri gr. er nánast, eins og fram kemur í aths. um greinarnar, til áréttingar á gildandi l. og til skýringa á þeim. Í 2. gr. er það nýmæli, að hægt sé, eins og þar greinir, fyrir borgarstjórn að skerast í leikinn, ef um endurbyggingu á húsi er að ræða, sem hefur brunnið að einhverju leyti og nágrenninu stafi hætta af endurreisn þess vegna brunahættu.

Frv. þetta er flutt, eins og fram kom við 1. umr. málsins, að beiðni borgarráðs Reykjavíkur og fylgir nánari skýring báðum greinum frv., efnislegar skýringar á því. Allshn. hefur yfirfarið þetta frv. og eins og nál. á þskj. 438 ber með sér, er hún sammála um að mæla með samþykkt þess.