06.05.1965
Efri deild: 82. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1993 í B-deild Alþingistíðinda. (1897)

163. mál, dýralæknar

Frsm. (Páll Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. þetta var borið fram í Nd. af þm. úr Norðurlandskjördæmi eystra og úr Austurlandskjördæmi, sem þar eiga sæti. Efni frv. er að fjölga dýralæknisumdæmum um eitt, þannig að eystri hluti Norður-Þingeyjarsýslu ásamt Skeggja- staðahreppi og Vopnafjarðarhreppi í Norður- Múlasýslu verði sérstakt umdæmi, en Egilsstaðaumdæmi og Þingeyjarsýsluumdæmi minnki að sama skapi. Það er þörf á aukinni dýralæknaþjónustu, einkum þar sem mjólkursala eykst og aukin rækt er lögð við mjólkurframleiðslu, en bæði á Vopnafirði og Þórshöfn hafa nú tekið til starfa mjólkurbú og eykst framleiðsla þeirrar vöru allverulega á þessu svæði.

Landbn. þessarar d. hefur tekið þetta frv. til athugunar og mælir með því, að það verði samþ. eins og það kom frá hv. Nd. Einn nm., Jón Þorsteinsson, tók þó ekki afstöðu til málsins.