05.05.1965
Neðri deild: 82. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 2014 í B-deild Alþingistíðinda. (1990)

151. mál, sala landspildna úr Garðatorfunni og þriggja jarða

Frsm. (Jónas Pétursson):

Herra forseti. Þegar mál þetta lá fyrir landbn. fyrir 2. umr., hafði borizt til n. bréf frá sveitarstjórninni í Garðahreppi um sölu á jörðinni Bala í Garðahverfi eða ósk um, að heimild væri tekin í frv. um að selja jörðina Bala hreppsnefnd Garðahrepps. Þá lá ekki fyrir í n. umsögn frá jarðeignadeildinni, svo að það var ákveðið að bíða með að afgreiða þetta mál, þangað til sú umsókn hefði borizt. Nú hefur hún komið til n. og er jákvæð og þess vegna stendur n. einróma að brtt. á þskj. 641, þar sem lagt er til, að inn komi á eftir 3. lið nýr liður, sem verði 4. liður, svo hljóðandi: „Garðahreppi jörðina Bala í Garðahverfi“ — og enn fremur, að fyrirsögnin breytist, að fyrir „tvær jarðir“ komi: þrjár jarðir.