08.05.1965
Efri deild: 85. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 2014 í B-deild Alþingistíðinda. (1996)

151. mál, sala landspildna úr Garðatorfunni og þriggja jarða

Frsm. (Ragnar Jónsson):

Herra forseti: Frv. þetta kom frá Nd. og til orðið með sameiningu þriggja frv., sem hafa legið fyrir hv. Alþ. á þskj. 235, 321 og 491. Frv. er um heimild fyrir ríkisstj, til að selja í fyrsta lagi Garðahreppi landspildu úr Garðatorfunni fornu, í öðru lagi bæjarsjóði Neskaupstaðar jörðina Vindheima í Neskaupstað, í þriðja lagi Hermanni Guðmundssyni bónda á Eyjólfsstöðum í Beruneshreppi og Gunnari Guðmundssyni bónda í Lindarbrekku sama hreppi eyðijörðina Eiríksstaði í Fossárdal og í fjórða lagi Garðahreppi jörðina Bala í Garðahverfi.

Landbn. hefur fjallað um frv. og skilað álíti á þskj. 696 og mælir einróma með því, að það verði samþ.