09.12.1964
Sameinað þing: 17. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 2330 í B-deild Alþingistíðinda. (2078)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Á 17. fundi í Sþ., 9. des., utan dagskrár, mælti Halldór E. Sigurðsson:

Herra forseti. Ég hef leyft mér að kveðja mér hljóðs hér utan dagskrár til þess að vekja athygli á — með leyfi hæstv. forseta — 14, gr. vegal., en þar segir svo:

„Leggja skal fyrir sameinað Alþingi till. til þál. um vegáætlun samkv. 10. gr. samtímis frv. til fjárl. Sama gildir um till. til þál. um endurskoðun vegáætlunar.“

Í dag er 9. des. og ekki er annað ljóst, en stefnt sé að því að ljúka fjárlagaafgreiðslu nú fyrir þinghlé um jólin. Af þeirri ástæðu leyfi ég mér að spyrja hæstv, samgmrh., hvað liður því að leggja fram hér á hv. Alþingi vegáætlun þá, sem nú á að vera búið að leggja fyrir hv. Alþingi fyrir löngu.