17.12.1964
Neðri deild: 30. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 183 í B-deild Alþingistíðinda. (208)

96. mál, Háskóli Íslands

Frsm. (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Frv. þetta fjallar um stofnun prófessorsembættis í lífeðlisfræði, en læknadeild háskólans er mikil nauðsyn að fá þetta embætti stofnað, þar sem kennsla í þessari grein hefur hvílt á herðum annars prófessors.

Í framsögu fyrir þessu frv. skýrði hæstv. menntmrh. frá 10 ára áætlun háskólans um fjölgun kennaraembætta til samræmis við fyrirsjáanlega og mikla fjölgun nemenda. Afgreiðsla þess máls felur að sjálfsögðu ekki í sér neina umsögn um þá áætlun, en menntmn. telur æskilegt, að þingið fái, þegar tími er til, að kynnast þeirri áætlun frekar.

Menntmn. er einróma um að mæla með samþykkt frv.