12.05.1965
Sameinað þing: 54. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 2339 í B-deild Alþingistíðinda. (2099)

Þingmennskuafsal

Á 54. fundi í Sþ., 12. maí, mælti forseti (BF):

Áður en gengið er til dagskrár, leyfi ég mér að lesa upp svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 12. maí 1965.

Þar sem ég hef verið skipaður sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn og mun taka við því embætti síðar í þessum mánuði, leyfi ég mér hér með að tilkynna yður, herra forseti, að ég afsala mér þingmennsku frá lokum þessa þings.

Gunnar Thoroddsen.

Til forseta Sþ.“