11.11.1964
Sameinað þing: 10. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 2346 í B-deild Alþingistíðinda. (2108)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (BF):

Svo hljóðandi bréf hefur borizt: Reykjavík, 10. nóv. 1964.

Guðlaugur Gíslason, 3. þm. Sunnl., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og verð fjarverandi næstu vikur, leyfi ég mér, með skírskotun til 138 gr. l.. um kosningar til Alþingis, að fara þess á leit, að 1. varamaður Sjálfstfl. í Suðurlandskjördæmi, Ragnar Jónsson skrifstofustjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Sigurður Bjarnason,

forseti neðri deildar.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Ragnar Jónsson hefur að vísu áður mætt á Alþingi, en þá sem landsk. þm. og mætir nú í fyrsta skipti sem varamaður fyrir kjördæmiskjörinn þm. í Suðurlandskjördæmi. Þarf því að fara fram rannsókn á kjörbréfi hans. Vildi ég leyfa mér að biðja hv. kjörbréfanefnd að taka kjörbréfið til athugunar. Á meðan verður gert fundarhlé. — [Fundarhlé.]