25.11.1964
Sameinað þing: 14. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 2346 í B-deild Alþingistíðinda. (2111)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Á 14. fundi í Sþ., 25. nóv., mælti forseti (BF):

Svo hljóðandi bréf hefur borizt:

„Reykjavík, 25. nóv. 1964.

Mér hefur í dag borizt eftirfarandi bréf frá formanni þingflokks Alþfl.:

„Þar sem Guðmundur Í. Guðmundsson, 4. landsk. þm., getur ekki sinnt þingstörfum næstu vikur vegna sjúkleika, leyfi ég mér samkv. beiðni hans og með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis að óska þess, að vegna forfalla 1. varamanns taki 2. varamaður landsk. þm. Alþfl., Unnar Stefánsson viðskiptafræðingur, sæti á Alþingi í fjarveru hans.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Sigurður Ó. Ólafsson,

forseti efri deildar.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Það liggur einnig fyrir svo hljóðandi símskeyti frá Friðjóni Skarphéðinssyni:

„Vegna embættisanna hef ég ekki tök á að taka varamannssæti á Alþingi þessu sinni.“ Unnar Stefánsson hefur áður átt sæti á Al

þingi og rannsókn farið fram á kjörbréfi hans. Tekur hann nú sæti á þinginu og býð ég hann velkominn til starfa.