03.05.1965
Sameinað þing: 45. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 2353 í B-deild Alþingistíðinda. (2128)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Einar Ingimundarson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur haldið fund til þess að rannsaka kjörbréf Rafns Alexanders Péturssonar framkvæmdastjóra á Flateyri, sem er 3. varaþm. Sjálfstfl. í Vestfjarðakjördæmi, en þess hefur verið óskað, að hann taki nú sæti á Alþ. í fjarveru Þorvalds Garðars Kristjánssonar, hv. 4 þm. Vestf. Fyrir liggja tilkynningar frá 1. og 2. varaþingmanni Sjálfstfl. í Vestf. umd. að þeir geti ekki mætt á Alþ. nú. Kjörbréfanefnd finnur ekkert athugavert við kjörbréfið og leggur einróma til, að það verði samþ. og kosning Rafns Alexanders Péturssonar frá Flateyri verði tekin gild.