06.05.1965
Efri deild: 82. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 2354 í B-deild Alþingistíðinda. (2133)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Á 82. fundi í Ed., 6. maí, mælti forseti (SÓÓ):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 5. maí 1965.

Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun ekki geta sinnt þingstörfum næstu vikur, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138: gr. l. um kosningar til Alþ. óska þess, að 1. varamaður Alþfl. í Reykjavík, Katrín Smári húsmóðir, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Eggert G. Þorsteinsson,

12. þm. Reykv.

Til forseta Ed.

Kjörbréf frú Katrínar hefur verið rannsakað áður og tekur hún því sæti hér í d. sem 12. þm. Reykv. Býð ég hana velkomna til þingstarfa.

Mér hefur enn fremur borizt þannig bréf:

„Reykjavík, 5. maí 1966.

Þar sem ég er á förum til útlanda og mun ekki geta sinnt þingstörfum næstu vikur, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþ. óska ég þess, að 1. varamaður Alþb. í Reykjavik, Bergur Sigurbjörnsson viðskiptafræðingur, taki sæti á Alþ. í fjarveru minni.

Alfreð Gíslason,

9. þm. Reykv.

Til forseta Ed.

Kjörbréf Bergs hefur einnig verið rannsakað áður og tekur hann því sæti hér í þessari hv. d. Býð ég hann velkominn til þingstarfa.