19.12.1964
Efri deild: 37. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 2364 í B-deild Alþingistíðinda. (2168)

Þingsetning

Karl Kristjánsson:

Ég vil sem elzti maður í þessari hv. d. leyfa mér fyrir hönd okkar þdm. að þakka hæstv. forseta fyrir hlý orð í garð okkar og þakka honum enn fremur fyrir samstarfið og röggsamlega og prúðmannlega forsetastjórn. Ég vil óska honum og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og góðrar heimferðar. Og svo segi ég eins og hann: Hittumst heil að jólahléi loknu. Ég vil biðja ykkur, hv. þdm., að gera svo vel að rísa úr sætum og taka með því undir þessi orð. [Dm. risu úr sætum.]