13.04.1965
Neðri deild: 69. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 2367 í B-deild Alþingistíðinda. (2187)

Þinghlé

Hannibal Valdimarsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér og ég vona, að ég geri það í umboði allra hv. þdm., að þakka hæstv. forseta fyrir samstarfið og fyrir góða og réttláta fundarstjórn og árna honum og fjölskyldu hans alls góðs á páskahátíðinni og vona, að við sjáum hann heilan aftur að páskahléinu loknu. Ég vil biðja hv. þdm. að taka undir þessar óskir mínar til hæstv. forseta. — [Dm. risu úr sætum.]