19.10.1964
Efri deild: 3. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í B-deild Alþingistíðinda. (23)

2. mál, innheimta gjalda með viðauka

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Þetta frv. felur í sér heimild til þess að innheimta tiltekin gjöld á næsta ári með sömu viðaukum og verið hefur mörg undanfarin ár. Þetta eru stimpilgjald, leyfisbréfagjöld og gjald af innlendum tollvörutegundum. Að þessu leyti er þetta frv. framhald og endurnýjun laga nr. 73 1963, um bráðabirgðabreytingu og framlengingu nokkurra laga, en hins vegar eru úr 3. gr. þeirra laga felld niður ákvæði um álag á bifreiðaskatt og á innflutningsgjald af hjólbörðum, vegna þess að þau atriði eru komin inn í vegalögin nýju.

Ég legg til, að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. fjhn.