17.12.1964
Neðri deild: 30. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 203 í B-deild Alþingistíðinda. (239)

103. mál, verðlagsráð sjávarútvegsins

Sjútvmrh. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Það eru aðeins ein eða tvær setningar. Hv. 4. þm. Reykn. taldi miklar líkur á því, að ef fiskseljendur og fiskkaupendur kæmu sér saman um oddamann, mundi það samkomulag haldast þannig, að sami maðurinn mundi geta orðið starfandi sem oddamaður, ef þeir væru einu sinni búnir að koma sér saman. Þetta hefur ekki orðið raunin. Þeir komu sér saman til að byrja með um ágætismann, að ég tel, en þegar liðin voru 1—2 ár, komu þeir sér ekki saman um að hafa þennan sama mann áfram, og þannig varð hæstiréttur að tilnefna nýjan mann. Þessi möguleiki er alltaf fyrir hendi.