16.11.1964
Neðri deild: 15. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 294 í C-deild Alþingistíðinda. (2427)

55. mál, áburðarverksmiðja

Sigurvin Einarsson:

Herra forseti. Hv. 3. þm. Reykv. er búinn að slá því föstu, að áburðarverksmiðjan sé 350 millj. kr. virði og hann reiknar svo dæmið þannig, að 4 millj. kr. hlutabréf séu 40% af þessari upphæð, svona fær hann upphæðina út, 140 millj. En heldur þessi hv. þm., að sé verksmiðjan orðin 350 millj. kr. virði, sé það vegna þessara 10 millj., þær séu orðnar 350 millj.? Nei, það er fyrir fé, sem ríkissjóður hefur lagt verksmiðjunni og þótt það fé hafi aukizt, kannske margfaldazt, þá getur það aldrei komið í hlut þessara eigenda að einum 4 millj. Í þessu liggur vitleysan hjá honum.