30.03.1965
Neðri deild: 60. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 450 í C-deild Alþingistíðinda. (2577)

164. mál, sala Þormóðsdals og Bringna

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð í sambandi við þetta frv. Ég hef bent á það í sambandi við önnur frv. af svipuðu tagi, sem hér hafa verið, að þegar ríkið selur jarðir, sem oft er rétt og nauðsynlegt, bæði til kaupstaða og kauptúna og sveitarfélaga, eigum við að gera það að reglu að binda það í l., að þau sveitarfélög, sem þetta eignast, skuli ekki selja jarðirnar aftur. Það er áreiðanlega hin brýnasta nauðsyn á því, að sú regla verði innleidd hjá okkur, að það sé ekki farið að braska með þær jarðir eða þær lóðir, sem ríkið einu sinni hefur átt, þó að það láti þær hins vegar sveitarfélögum í té. Ég held, að hv. landbn., sem fær þetta mál til meðferðar, ætti að athuga það mjög gaumgæfilega.